Opinn fundur með forstjóra TR

Heilbrigðis- og velferðarnefnd BSRB býður til opins fundar á morgun, föstudaginn 10. október kl. 15:00 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89. Þar mun Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar sitja fyrir svörum nefndarmanna og gesta fundarins.

Þeir sem áhuga hafa eru velkomnir að vera viðstaddir fundinn og leggja spurningar fyrir forstjóra TR. Fyrir þá sem ekki komast á staðinn er bent á að hægt verður að fylgjast með fundinum á vefnum.

Til að fylgjast með fundinum á vefnum þarf að fara á slóðina straumur.bsrb.is. Nota þarf aðgangsorðið bsrb og lykilorðið er sömuleiðis bsrb. Þegar inn á síðuna er komið þarf að velja valmöguleikann "live streaming" vinstra megin á síðunni.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?