Opinn fundur um húsnæðisstefnu RVK-borgar

Heilbrigðis- og velferðarnefnd BSRB boðar til morgunverðarfundar á fimmtudaginn 4. júní kl: 8:30 um Reykjavíkurhús, húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar.

Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs mun halda kynningu á Reykjavíkurhúsum. Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnin mikil vinna í tengslum við byggingu á varanlegum leigu- og búseturéttaríbúðum fyrir Reykvíkinga með fjölbreyttu framboði fyrir alla félagshópa. Sú vinna er nátengd úrræðum ríkisstjórnarinnar um fasteignamál í tengslum við kjarasamninga.

Fundurinn er ætlaður formönnum aðildarfélaga BSRB, stjórnarmönnum aðildarfélaga, starfsfólki og trúnaðarmönnum. 

Fundurinn verður haldinn á 1. hæð að Grettisgötu 89 fimmtudaginn 4. júní nk. kl. 8:30-9:30 og verður léttur morgunverður í boði.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?