Opinn fundur um rekstur heilbrigðiskerfisins

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, verður frummælandi á fundinum.

Hvernig heilbrigðiskerfi vill íslenska þjóðin? Vill almenningur treysta áfram á opinbera heilbrigðiskerfið eða auka einkareksturinn? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum veffundi BSRB um heilbrigðismál miðvikudaginn 26. maí næstkomandi.

Yfirskrift fundarins verður „Rekstur og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins – Hvað vill þjóðin?“. Um veffund verður að ræða sem hefst klukkan 11 og er áætlað að hann standi í um klukkustund.

Á fundinum mun Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kynna helstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var í samvinnu við BSRB. Þar var meðal annars spurt um ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni, fjármögnun hennar og fleira. Að loknu erindi Rúnars mun hann svara spurningum frá fundargestum. Fundarstjóri verður Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Hægt er að skrá þátttöku á Facebook-viðburði fundarins, þar sem einnig má finna slóð á fundinn.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?