Opinn fundur um TiSA viðræður

BSRB býður til morgunverðarfundar þann 11. febrúar n.k. Á fundinum mun Bergþór Magnússon lögfræðingur á Viðskiptaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins fjalla um TiSA og segja frá stöðu viðræðnanna.


Starf Bergþórs hjá ráðuneytinu varðar gerð alþjóðaviðskiptasamninga og hefur hann tekið þátt í TiSA viðræðunum f.h. Íslands. Morgunverðarfundurinn hefst kl. 8:00 en fyrirlestur kl. 8:15 fimmtudaginn 11. febrúar n.k. og verður haldinn í fundarsal 1. hæðar Grettisgötu 89.


Morgunverðarfundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með tölvupósti á netfangið asthildur@bsrb.is fyrir 9. febrúar n.k.


Almennar upplýsingar um TiSA má finna hér: https://www.utanrikisraduneyti.is/nyr-starfssvid/vidskiptasvid/vidskiptasamningar/tisa-yfirlit/


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?