Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Vinnuvernd ehf. í samvinnu við Mannvit hf. stendur fyrir námskeiði sem ætlað er öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og starfsmönnum mannauðsmála sem haldið er í Reykjavík dagana 3. og 4. mars.

Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á sviði vinnuverndar, á vinnuverndarlögunum (46/1980) og þeim kröfum sem þar koma fram.

Skráning fer fram á www.vinnuvernd.is og á eftirfarandi tengli má skoða nýjan upplýsingabækling um Vinnuvernd http://www.vinnuvernd.is/img/Vinnuvernd_2013.pdf


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?