PFÍ skrifar undir kjarasamning

Samninganefndir Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningsforsendur í þessum samningi taka að stærstum hluta mið af samningsforsendum í samningum SA við SGS, Flóabandalagið og VR frá 29. maí 2015. 

Helstu efnisatriði hins nýja samnings eru að frá 1. maí 2015 hækkar launataflan um kr. 25.000. Félagsmenn sem eru í 9 launaflokk hækka í 10 launaflokk. Þrepum fækkar um 1 þrep.

 

Launatafla frá 1. maí 2015 - Mánaðarlaun

Launafl.

Þrep 1 (0)

Þrep 2 (1 ár)

Þrep 3 (3 ár)

Þrep 4 (5 ár)

10

245.863

250.095

254.503

259.091

11

249.038

253.401

257.937

262.757

12

252.311

256.803

261.544

266.533

13

255.676

260.349

265.283

270.418

14

259.158

264.052

269.138

274.424

15

262.828

267.860

273.101

278.550

16

266.604

271.793

277.188

282.796

17

270.495

275.841

281.393

287.174

18

274.500

280.004

285.728

291.679

19

278.630

284.296

290.190

296.323

20

282.881

288.720

294.790

301.107

21

287.257

293.275

299.525

306.025

22

291.769

297.964

304.410

311.104

23

296.415

302.791

309.429

316.328

24

300.814

307.348

314.152

321.294

25

305.323

312.021

319.003

326.454

26

309.944

316.810

324.105

331.743

27

314.680

321.803

329.333

337.162

2. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf verða:

1. maí 2015 kr. 245.000

1. maí 2016 kr. 260.000

1. maí 2017 kr. 280.000

1. maí 2018 kr. 300.000

Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi og heldur ekki vaktaálag og skópeningar.


3. Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er
á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 verði orlofsuppbót kr. 42.000
á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 verði orlofsuppbót kr. 44.500
á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017 verði orlofsuppbót kr. 46.500
á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2018 verði orlofsuppbót kr. 48.000

4. Desemberuppbót fyrir hver almanaksár miðað við fullt starf
á árinu 2015 kr. 78.000
á árinu 2016 kr. 82.000
á árinu 2017 kr. 86.000
á árinu 2018 kr. 89.000

5. Fæðisfé frá 1. maí fyrir 2015 verður kr. 8.737 á mánuði

6. Skópeningar bréfbera og bílstjóra sem ekki fá afhenta öryggisskó verða kr. 29.065 fyrir 2015 miðað við fullt starf og mun taka breytingum í samræmi við þróun verðlags á sama tíma og kjarasamningsbundnar hækkanir. Afsláttarkjör sem verslanir veita nýtast starfsmönnum.

7. Ávinnsla orlofsdaga eftir 5 ár í starfi hjá Íslandspósti hækkar úr 25 dögum í 27 daga.

8. Kjarasamningurinn gildir til 31. desember 2018

9. Aðrir liðir kjarasamningsins framlengjast óbreyttir.

10. Samningsforsendur í þessum samningi taka mið af samningsforsendum í samningum SA við SGS, Flóabandalagið og VR frá 29. maí 2015. Verði breytingar vegna samningsforsendna í þeim samningum koma þær líka til framkvæmda í þessum samningi.

11. Í samningnum er bókun um skiplag vinnutíma sem felst í að viðræður eru að fara í gang um breytt fyrirkomulag um vinnutíma á almennum vinnumarkaði sem gæti stuðlað að styttri vinnuviku og þar með að fjölskylduvænni vinnumarkaði. Stefnt er að samkomulagi fyrir árslok 2016.

Félagsmenn PFÍ fá sendan í vikunni kjörseðil ásamt kynningarbæklingi. Kjörseðlar þurfa að hafa borist kjörstjórn PFÍ í síðasta lagi 20. júlí n.k. kl. 10:00. Atkvæði sem send verða með pósti þurfa að vera póstlögð í síðasta lagi fimmtudaginn 16. júlí n.k. Þriðjudaginn 14. júlí verður kynning á nýjum kjarasamningi að Grettisgötu 89 1. hæð kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta en frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Póstmannafélagsins.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?