Ráðstefna: Þriðja æviskeiðið

Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið - nýtum og njótum fer fram á morgun, þann 23. september nk. í Listasafni Reykjavíkur. Þar verður m.a. fjallað um hið svokallaða þriðja æviskeið sem yfirleitt er skilgreint sem tímabilið eftir fimmtugt. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.

 • Setning - Jón Steindór Valdimarsson, Evris
 • Ávarp - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • IAUTA and international cooperation for seniors' expectation - Francois Vellas, prófessor við University of Toulouse í Frakklandi og forseti IAUTA, International Association of Universities of the Third Age
 • Þriðja æviskeiðið sem verkefni - Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, formaður U3A Reykjavík
 • Training for staff development and promotion of Active Ageing - Concepción Bru Ronda, forstöðukona, Permanent University, Alicante og Marian Alesón Carbonell, prófessor við University of Alicante (flytur ávarpið) Development and Future
 • Directions of U3A in Poland - Malgorzata Stanowska, forstöðukona, University of the Third Age (U3A), Lublin, Póllandi
 • Kaffihlé - 15:00 - 15:25
 • Viska; magn og gæði – Hvernig og hvenær nýtist uppsöfnuð þekking kynslóðanna? - Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
 • NEXT3 , New Exchange of Time, Talent and Treasure - Julie Schniewind, ráðgjafi og fyrrum forstöðukona Corporate Learning Initiatives fyrir Sawyer Business School, Suffolk University í Boston, MA.
 •  Lífselexír - Hrund Gunnsteinsdóttir, ráðgjafi, kvikmyndagerðarkona og frumkvöðull Pallborðsumræður
 • Samantekt og slit - Hans Guðmundsson, U3A Reykjavik

Ráðstefnustjórn: Hulda Herjolfsdóttir Skogland, Evris

Ráðstefnan markar upphafið að Evrópuverkefninu BALL - Be Active through Lifelong Learning.

Fjöldi þeirra borgara sem ná þriðja æviskeiðinu eykst stöðugt. Þessir borgarar eru flestir virkir, við góða heilsu og áhugasamir um að takast á við ný verkefni, læra meira, miðla reynslu sinni og þekkingu í samfélaginu og eiga samskipti við yngri kynslóðir. Best er að búa sig skipulega undir þetta þriðja æviskeið og líta á það sem skeið frelsis og nýrra tækifæra.

Yfirgrípandi markmið ráðstefnunnar er að vekja máls á og velta upp leiðum og möguleikum til að auka lifsgæði þessa æviskeiðs, til ánægju og árangurs fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild.

Á ráðstefnunni verða dregin upp nokkur dæmi um það hvernig hægt er að stýra slíkum breytingum á árangursríkan hátt, veita hvatningu og uppörvun til aðgerða og það með góðum fyrirvara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?