Raunfærnimat í boði um allt land

Raunfærnimat getur stytt nám fólks og verið hvatning til að ljúka því.

Fræðslusetrið Starfsmennt hefur tekið saman lista yfir þau raunfærnimatsverkefni sem eru í gangi hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land. Raunfærnimat getur mögulega stytt nám og verið fólki hvatning til að ljúka því.

Raunfærnimat er ætlað fólki 23 ára og eldra sem er með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu í sinni starfsgrein. Á haustönn 2020 verða fjölmargar leiðir í boði fyrir fólk í ýmsum starfsstéttum. Nánari upplýsingar veitir hver miðstöð fyrir sig.

Höfuðborgarsvæðið
  • Mímir-símenntun: Stuðningsfulltrúi, leikskólaliði, félagsliði, félagsmála- og tómstundafulltrúi, íslenska, danska, enska og stærðfræði.
  • Framvegis: Tölvubraut Upplýsingatækniskólans.
  • Iðan fræðslusetur: Allar iðngreinar nema rafiðngreinar.
  • Rafmennt: Rafiðngreinar, hljóðvinnsla og viðburðalýsing.
Suðurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra
  • Farskólinn: Leikskólaliði, stuðningsfulltrúi og félagsliði.
Norðurland eystra
  • Símey: Fiskveiðar, fiskvinnsla, netagerð, matartækni, matsveinn, skipstjórn, vélstjórn, félagsliði, leikskólaliði, stuðningsfulltrúi, félagsmála- og tómstundafulltrúi.
  • Þekkingarnet Þingeyinga: Félagsliði, leikskólaliði og stuðningsfulltrúi.
Austurland
Suðurland
Vestmannaeyjar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?