Réttlát umskipti í Norrænu Net-Zero vikunni

Í tilefni Norrænu Net-Zero vikunnar stendur Norræna ráðherranefndin fyrir fyrirlestraröð á vefnum þar sem fjallað er um hvernig kolefnishlutleysi verði best náð. Fyrsti viðburður vikunnar var haldinn í gær á vegum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Þar var fjallað um kolefnisskatta frá ýmsum sjónarhornum.

Meðal fyrirlesara var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB sem fjallaði um mikilvægi þess að huga að áhrifum kolefnisskatta á útgjöld heimila eftir tekjuhópum, búsetu, kyni, aldri og aðgengi að þjónustu og hvernig hægt væri að draga úr áhrifum á þessa hópa. Erindi Sigríðar má nálgast hér.

Net-Zero vikan stendur til 3. október og hér má nálgast hlekki á fyrirlestraraðirnar: https://www.norden.org/en/event/webinar-series-nordic-net-zero-weeks

 

 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og sérfræðingur í réttlátum umskiptum.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?