Ríkisstjórnin verður að bregðast við

Ríkis­­stjórnin verður að bregðast við,“ segir Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir, for­maður BSRB, um stig­magnandi verð­bólgu og spá sér­fræðinga um frekari stýri­vaxta­hækkanir Seðla­bankans.

Sonja Ýr gerir þetta að um­tals­efni í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

„Kvíða er farið að gæta á mörgum heimilum landsins vegna verðs á nauð­­synja­vörum og sí­hækkandi hús­­næðis­­kostnaðar. Ríkis­­stjórnin verður að bregðast við. Og hún verður að gera það núna með að­­gerðum sem koma til fram­­kvæmda strax, ekki á næstu árum. Það þarf sér­­tækar tekju­öflunar­­að­­gerðir gegn verð­bólgu, aukið að­hald á markaði og stuðnings­að­­gerðir við heimili í vanda,“ segir hún.

Sonja Ýr segir að beðið hafi verið eftir að­gerðum ríkis­stjórnarinnar mánuðum saman. En í stað þess að bregðast við hafi ráð­herrar eftir­látið Seðla­bankanum hag­stjórnina sem hefur einungis tak­mörkuð og al­menn tæki til. Þetta hafi haft al­var­legar af­leiðingar í för með sér fyrir al­menning.

„Þrátt fyrir þessa al­var­­legu stöðu í efna­hags­­málum er mikill hagnaður fyrir­­­tækja og arð­­greiðslur virðast síður en svo vera að dragast saman. BSRB hefur bent á að ríkis­­stjórnin þurfi að bæta stöðu ríkis­fjár­­mála með tekju­öflun hjá þeim sem sannar­­lega hafa svig­rúm til að leggja meira af mörkum til sam­­neyslunnar. Þar má nefna há­­tekju­skatt, stór­­eigna­skatt, banka­skatt, hækkun fjár­­magns­­­tekju­skatts og hærri hlut­­deild al­­mennings í tekjum fyrir af­­not á sam­eigin­­legum auð­lindum. Verð­bólga er nú í tveggja stafa tölu og því þarf að grípa til ráð­­stafana strax en ekki bíða næsta fjár­laga­árs.“

Sonja bendir á að fyrir­tækin á­kveði verð­lag og hér ríki fá­keppni á mörkuðum með nauð­synja­vörur. Sú staða muni ekki breytast af sjálfu sér.

„Stjórn­völd geta og eiga að tryggja virka sam­­keppni og neyt­enda­vernd. Hjá stór­­fyrir­­­tækjunum er svig­rúm til þess að minnka á­lagningu, sem eykst þó með degi hverjum og veldur aukinni verð­bólgu,“ segir hún.

Grein Sonju má lesa í heild sinni hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?