Sameiginlega yfirlýsing frá BSRB og ASÍ

Stjórn BSRB og miðstjórn ASÍ hafa ákveðið að tilnefna ekki fulltrúa í verðlagsnefnd búvara. Undanfarin ár samtökin tilnefnt einn fulltrúa hvort til setu í nefndinni til að gæta hagsmuna neytenda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur skýrt fram að starf verðlagsnefndar búvara hefur verið farsælt og til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur. Niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er á sama veg.

Ljóst er að óhjákvæmilegt er að endurskoða allt skipulag mjólkurframleiðslunnar, þ.m.t. verðlagninguna. Markaðurinn hefur undanfarið kallað eftir meiri mjólkurframleiðslu en rúmast innan núverandi mjólkurkvóta og ekki er hægt að verða við þeirri framleiðsluaukningu á meðan núgildandi kerfi er við líði . Aðalfundur Landssambands kúabænda í mars á þessu ári samþykkti ályktanir þess efnis að opinberri verðlagningu á mjólkurafurðum verði hætt. Jafnframt vilja kúabændur hverfa frá núverandi kvótakerfi í mjólkuriðnaði og koma málum þannig fyrir að búvörulög tryggi jafnt aðgengi bænda að markaði.

Í ljósi þessara breyttu viðhorfa og breyttra aðstæðna hafa samtökin ákveðið að tilnefna ekki fulltrúa að nýju til setu í verðlagsnefnd búvara. Samtökin munu þess vegna ekki tilnefna fulltrúa á sínum vegum í verðlagsnefnd búvara í framtíðinni.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?