Sameyki semur við Reykjavíkurborg

Nýr kjarasamningur gildir til 31.mars 2023.

Samninganefndir Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, og Reykjavíkurborgar undirrituðu nýjan kjarasamning um klukkan þrjú í nótt. Samningurinn nær til rúmlega 4000 félagsmanna sem starfa hjá borginni og gildir til 31. mars 2023. Ótímabundnum og tímabundunum verkföllum Sameykis sem hófust á miðnætti í Reykjavík hefur því verið aflýst.

Áður hafði samninganefnd BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitararfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga BSRB, skrifað undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambandsins.

Samningaviðræður aðildarfélaga BSRB við ríkið halda áfram.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?