Samflotið framlengir kjarasamninga

Aðildarfélög Samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hafa skrifað undir framlengingu á kjarasamningi.

Í Samflotinu eru Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Vestmannaeyja og Starfsmannafélag Fjallabyggðar. Þau félög hafa nú skrifuð undir framlengingu á gildandi kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem er samhljóða þeim samningum sem aðildarfélög BSRB skrifuðu undir fyrir helgina.

Samningurinn gildir í ár, frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?