Samið fyrir sjúkraliða við Ísafold

Samkomulag hefur náðst um kjarasamning á milli sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og viðsemjenda þeirra. Samtals starfa 18 sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu en nýverið höfðu sjúkraliðar á Ísafold samþykkt að fara í verkfall þann 17. apríl ef ekki tækist að semja.

Samningurinn verður brátt kynntur fyrir sjúkraliðunum og í kjölfarið verður kosið um samninginn. Verði samningurinn samþykktur verður ekkert af verkfallinu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?