Samið við Samband íslenskra sveitarfélaga

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB hefur gert kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá hafa SFR og St.Rv. einnig gert samning við Sambandið og er hann á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.

Samningarnir taka mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum strax eftir helgi. Að kynningu lokinni munu félögin bera samningin undir félagsmenn og verður niðurstaða kosninga kynnt fyrir 11. desember næstkomandi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?