Samningar í höfn – Þing BSRB sett í dag

Í nótt samþykktu SFR, SLFÍ og LL, þrjú fjölmennustu aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið, nýja kjarasamninga eftir tveggja vikna samfellda samningalotu. Allsherjarverkfalli SFR og SLFÍ sem hefjast átti á miðnætti í kvöld hefur verið frestað.

44. þing BSRB verður síðan sett í dag, miðvikudaginn 28. október, á Hótel Nordica í Reykjavík. Formaður BSRB mun flytja ræða við setninguna og síðan mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpa þingið.

Að því loknu mun Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, kynna niðurstöður úr nýrri rannsókn sinni á heilsu og lífsháttum Íslendinga. Erindi Rúnars að þessu sinni ber heitir „Íslenska heilbrigðiskerfið – Aðgengi, kostnaður og viðhorf til hlutverks hins opinbera“.

Þar verða m.a. kynnt viðhorf Íslendinga til reksturs og fjármögnunar heilbrigðisþjónustu. Nýjar upplýsingar um kostnað heimila vegna heilbrigðisþjónustu verður greindur eftir aldurshópum, búsetu, menntun og stöðu á vinnumarkaði. Þá mun Rúnar einnig fjalla sérstaklega um frestun heilbrigðisþjónustu, þ.e. hversu margir sleppa því að leita læknis þótt þeir telji sig þurfa þess, hvers vegna slíkt á sér stað og hverjar afleiðingar þess eru.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?