Samningur við Isavia undirritaður

Skrifað var undir kjarasamning SFR, FFR og LSS við ISAVIA rétt fyrir miðnætti í gærkvöld, en nokkrum klukkustundum áður hafði fyrirhuguðu verkfalli verið frestað til 22. maí. Nýr kjarasamningur mun gilda til þriggja ára en hann kveður á um 2,8% launahækkun á þessu ári og 4% hækkun á öðru og þriðja ári samningsins. Ný kjarasamningur verður kynntur félagsmönnum í næstu viku og atkvæðagreiðslu um hann lýkur á hádegi 15. maí næstkomandi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?