Samnorrænn vinnumarkaður 60 ára

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður fagnar 60 ára afmæli í dag, 22. maí. Samningur þess efnis var undirritaður fyrir 60 árum og af því tilefni mun norræna ráðherranefndin fagna áfanganum með afmælisráðstefnu um vinnumarkaðsmál í Hörpu í Reykjavík.

Norrænir ráðherrar, þingmenn og aðilar vinnumarkaðsins munu taka þátt í pallborðsumræðum um þennan mikilvæga málaflokk. NFS, Norræna verkalýðssambandið, hefur undanfarið beint sjónum sínum sérstaklega að atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum sem er víða mjög hátt og hvatt stjórnmálamenn Norðurlandanna til að taka sérstaklega á þeim vanda.

Einnig verður fjallað verður um er skýrsluna„Den nordiska välfärdsmodellens utmaningar“ (Áskoranir norræna velferðarlíkansins) sem gefin verður út í tengslum við ráðstefnuna. Formaður BSRB getur því miður ekki tekið þátt í ráðstefnunni en hún er, líkt og flestir aðrir formenn verkalýðsfélaga á Norðurlöndunum, á þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga í Berlín.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?