Samstaða með Hvít-rússnesku verkalýðshreyfingunni

Mynd AFP

BSRB - heildarsamtök starfsfólks í almannaþjónustu - taka undir með Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga, Amnesty International og Alþjóðavinnustofnunni og fordæma aðför stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi gegn baráttufólki verkalýðshreyfingarinnar þar.

Öryggisnefnd Hvít-rússneskra stjórnvalda hefur á undanförnum mánuðum gert húsleitir hjá heildarsamtökum og stéttafélögum þar í landi, ráðist inn og jafnvel handtekið virka félaga og leiðtoga í hreyfingunni.

Borgarlegri virkni og réttindabaráttu í þágu launafólks ber að fagna, ekki refsa fyrir. Frelsissvipting leiðtoga og starfsfólks innan verkalýðshreyfingarinnar fyrir það eitt að beita sér fyrir réttindum launafólks er gróf aðför að félagafrelsi og mannréttindum. BSRB minnir á rétt stéttarfélaga til þess að starfa óhindrað sem er varinn í Alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Hægt er að lesa ályktun Alþjóða verkalýðshreyfingarinnar um málið hér: https://www.ituc-csi.org/belarus-kgb-detains-union-leaders

Og skrifa undir áskorun til Hvít-rússneskra stjórnvalda hér: https://www.labourstartcampaigns.net/show_campaign.cgi?c=5092 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?