Samstöðufundur við stjórnarráðið

Félagsmenn í SFR, SLFÍ og LL, þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið, hafa ákveðið að safnast saman fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið til að afhenda forsætisráherra yfirlýsingu þess efnis að ekki sé of seint að semja við félögin áður en verkfall SFR og SLFÍ skellur á um miðja næstu viku.

Félögin þrjú hafa átt í sameiginlegum viðræðum við ríkið sem fram til þessa hafa engu skilað. í tilkynningu frá SFR segir að vilji stjórnvalda til samninga hafi verið lítill sem enginn og þess vegna vilji félagsmenn umræddra félaga minna ríkisstjórnina á alvarleika málsins.

Safnast verður saman við stjórnarráðið í fyrramálið upp úr kl. 9 fyrir ríkisstjórnarfund sem hefst í stjórnarráðinu skömmu síðar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?