Sáttasemjari bætir við námskeiðum í samningagerð

Öllu samningafólki stéttarfélaga er boðið til námstefnu ríkissáttasemjara.

Ríkissáttasemjari hefur nú bætt við einni námstefnu til viðbótar í samningagerð til að tryggja að sem flestir fulltrúar stéttarfélags sem sæti eiga í samninganefndum geti setið námstefnurnar.

Enn er því hægt að skrá sig til þátttöku annað hvort dagana 15.-17. október (sem er trúlega ekki góð dagsetning fyrir okkar fólk þar sem þing BSRB hefst þann 17. október) eða dagana 19.-21. nóvember.

Á námstefnunum verður stefnt saman öllum sem sæti eiga í samninganefndum og vinna að kjarasamningagerð í landinu. Þar gefst því einstakt tækifæri til að bæta vinnubrögðin við kjarasamningagerðina, læra nýjustu aðferðir, deila reynslu og efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið.

Markmiðin með námstefnunum er að:

  • Efla færni samninganefndarfólks
  • Auka fagmennsku við kjarasamningaborðið
  • Stuðla að órofa samningaferli

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningareyðublað má finna á vef ríkissáttasemjara.

Fyrirspurnum má beina til Emmu Bjargar Eyjólfsdóttur, sérfræðings hjá ríkissáttasemjara, í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is eða í síma 511-4411.

BSRB hvetur öll aðildarfélög sem hafa möguleika á að senda sitt samningafólk á námstefnur ríkissáttasemjara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?