Fundað með Slóvökum um jafnréttismál

Þórarinn Eyfjörð, Heiður Margrét og sendinefndin frá Slóvakíu

Fimm manna hópur embættismanna frá vinnumarkaðs- félags- og fjölskyldumálaráðuneyti Slóvakíu heimsótti BSRB og Sameyki 17. mars 2023 til að kynna sér vinnu bandalagsins og aðildarfélaga við að jafna launamun kynjanna.

Rætt var um kynskiptan vinnumarkað, skakkt verðmætamat kvennastarfa og hvernig má leiðrétta það. Þá var mjög fróðlegt að heyra frá stöðu jafnréttis á vinnumarkaði í Slóvakíu en vinnumarkaðurinn þar er um margt ólíkur þeim íslenska. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og 1. Varaforseti BSRB sat fundinn ásamt Heiði Margréti Björnsdóttur.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?