Sex námskeið til að bæta stafræna hæfni

Örar tæknibreytingar kalla á bætta tölvufærni og tæknilæsi.

Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt fyrirferðameiri. Aðkallandi er að mæta fólki á vinnumarkaði hvað varðar færniþróun á þessu sviði. Í dag er tölvufærni og tæknilæsi, eða stafræn hæfni, einn af lykilhæfniþáttum sem einstaklingur þarf að búa yfir til að sýna fulla virkni á vinnumarkaði, í námi og í samfélaginu almennt.

Nú í haust verða haldin sex sjálfstæð námskeið sem hjálpa félagsmönnum aðildarfélaga BSRB að halda í við tæknibreytingar. Námskeiðin eru á vegum Fræðslusetursins Starfsmenntar og Framvegis miðstöðvar um símenntun sem setti saman námsskránna ásamt Tækninámi.is.

Námskeiðin eru:

  • Tæknifærni og tæknilæsi – Viltu skilja tæknina betur?
  • Stýrikerfi – Viltu stilla tækin eftir þínum þörfum?
  • Skýjalausnir – Hvernig virka þær?
  • Sjálfvirkni og gervigreind – Viltu láta tæknina vinna fyrir þig?
  • Öryggisvitund – Viltu skilja betur ógnir og öryggismál?
  • Fjarvinna og fjarnám – Vertu enn betri í að nýta þér möguleikana!

Skráning á námskeiðin og nánari upplýsingar má finna á vef Starfsmenntar.

Hér má nálgast frétt á vef Framvegis um námsskránna.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?