SfK samþykkir verkfall

Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna að boða til verkfalls. Alls tóku 62,82% félagsmanna SfK þátt í atkvæðagreiðslunni og þar af samþykktu 89,89% verkfallsboðanir. Að óbreyttu munu félagsmenn SfK því leggja niður störf dagana 14., 15., 21. og 22. október. Allsherjarverkfall mun svo hefjast þann 1. nóvember hafi ekki tekist að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að vinnustöðvanirnar munu hafa umtalsverð áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla, íþróttahús, sundlaugar og velferðarsvið Kópavogsbæjar.

Í sumar framlengdu öll bæjarstarfsmannafélög innan BSRB kjarasamninga sína að SfK undanskyldu. Samningar hafa ekki tekist á milli SfK og Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar og því hefur verið boðað til vinnustöðvanna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?