SfK semur - verkfalli aflýst

Starfsmannafélag Kópavogs hefur náð samkomulagi við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast í morgun hefur því verið afstýrt í bili.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum SfK fljótlega og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæða um efni hins nýja samnings.Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?