SFR og Isavia ná saman um kjarasamning

Árni Stefán Jónsson formaður SFR, Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður SA, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri mannauðs og árangurs hjá Isavia og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.

Skrifað var undir nýjan kjarasamning SFR og Isavia í gær með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn verður kynntur fljótlega eftir helgi og munu félagsmenn greiða atkvæði um samninginn rafrænt í kjölfar kynningar.

Þetta er annar samningurinn sem SFR gerir við Isavia, en félagsmenn felldu fyrri samninginn í atkvæðagreiðslu í lok apríl síðastliðinn. Deilunni var vísað aftur til ríkissáttasemjara þann 12. maí. Á öðrum fundi samninganefndanna með ríkissáttasemjara í gær náðist óvænt samkomulag sem skrifað var undir, eins og fram kemur á vef SFR.

Samningurinn felur í sér meiri hækkun á launum en fyrri samningur og segist Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, vongóður um að hann verði samþykktur.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?