Sjúkraliðar við Ísafold boða verkfall

Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ boða til verkfalls hafi ekki samist fyrir 17. apríl nk. Deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara undanfarið og hafa nokkrir fundir verið haldnir undir hans stjórn án árangurs.

Sjúkraliðafélag Íslands tilkynnti um niðurstöðu atkvæðagreiðslu sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Ísafold í gær kvöld. Af þeim 18 sjúkraliðum sem voru á kjörskrá greiddu 16 atkvæði með verkfalli og niðurstaðan því afgerandi þar sem alls 93,75% samþykktu verkfallsboðunina.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?