Þær breytingar sem heilbrigðisráðherra áformar að gera á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu með því að bjóða út þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar sýna hversu víðtækar heimildir ráðherra hefur til að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis að mati sérfræðings í heilbrigðiskerfinu.
Rétt er að skoða alvarlega hvort heimildir heilbrigðisráðherra eru of rúmar og hvort Alþingi ætti að hafa meiri aðkomu að stefnubreytingum í heilbrigðisþjónustunni, sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ, á málþingi um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir á þriðjudag.
Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að bjóða út rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, og með því auka enn á einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Málið hefur ekki verið rætt á Alþingi og ekki kallað eftir umsögnum hagsmunaaðila eða almennings vegna þessarar umdeildu ákvörðunar.
„Það er óvíst hvort einkavæðingin fjölgi heimilislæknum. Ég bendi á að það hefur þegar verið umtalsverð einkavæðing í heilsugæslunni á undanförnum árum. Samt hefur heilsugæslulæknum ekki fjölgað. Ég held að við þurfum að skoða fleiri atrið sem snúa að mönnun í heimilislækningum en rekstrarformið,“ sagði Rúnar í erindi sínu.
Nánar verður sagt frá erindum frummælenda á næstunni.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (staða og valdheimildir ríkissáttasemjara), 24. mál.
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða), mál nr. S-40/2025
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp um breytingu á húsaleigulögum nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá) (2025-6396)
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022 (aukin réttindi foreldra), 146. mál
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB
- - Forsíða: Flýtileiðir