Skrifstofa BSRB lokar vegna sumarleyfa

Skrifstofa BSRB verður lokuð í þrjár vikur í sumar vegna sumarleyfa starfsmanna eins og undanfarin ár. Við lokum mánudaginn 13. júlí og opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, 4. ágúst.

Vonandi geta félagsmenn og starfsmenn aðildarfélaga komist í gott frí í sumar eftir viðburðaríkan og á tíðum strembinn vetur með kjarasamningum, kórónaveiru og öðrum erfiðum verkefnum. Við bendum á nýjan vinnuréttarvef BSRB þar sem leita má svara við ýmiskonar álitamálum varðandi réttindi opinberra starfsmanna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?