Skrifstofa BSRB verður lokuð í sumarfríinu

Skrifstofa BSRB verður lokuð í þrjár vikur í sumar vegna sumarfría starfsmanna eins og undanfarin ár. Við lokum mánudaginn 15. júlí og opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Við vonum auðvitað að félagsmenn og starfsmenn aðildarfélaga komist í gott frí í sumar enda margt framundan í haust. Viðræður um kjarasamninga munu halda áfram strax eftir verslunarmannahelgi og stefnt að því að vinna hratt og vel og ná að ljúka samningum fyrir miðjan september.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?