SLFÍ og SFR samþykkja kjarasamning

Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands og SFR hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem félögin gerðu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Kjarasamningurinn var samþykktur með rúmlega 92% greiddra atkvæða. Alls voru 576 á kjörskrá en af þeim kusu 356 sem gerir kjörsókn upp á tæp 62%.

Kjarasamningur SLFÍ og SFR við SFV telst því samþykktur.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?