SLFÍ samþykkja kjarasamning

Sjúkraliðar starfandi hjá FAAS (Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga) hafa samþykkt kjarasamning sem félagið samdi um fyrir þeirra hönd. Ekki verður því af boðuðu verkfalli félaga í Sjúkraliðafélagi íslands sem hefjast átti í Múlabæ og Hlíðabæ.

Múlabær er dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja og Hlíðabær er dagþjálfun fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilun. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélagsins, segir í samtali við fréttastofu Rúv að samningarnir hafi verið einskonar eftirlegukindur frá því félagið samdi við ríkið í fyrra. Samningarnir gildi afturvirkt frá 1. mars  í fyrra til 30. apríl næstkomandi, en þá verða samningar annarra sjúkraliða einnig lausir. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?