Slökkviliðsstjórar samþykkja sinn fyrsta kjarasamning

Slökkviliðsstjórar og aðrir stjórnendur slökkviliða undirrituðu sinn fyrsta kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 29. júní sl. og var hann samþykktur í rafrænni kosningu sem lauk í gær. Þeir sem fengu að kjósa um samninginn voru félagsmenn LSS sem sinna stöðugildum stjórnenda slökkviliða og greiða iðgjald sem nemur 20% starfshlutfalli eða meira.

Kosningaþátttaka var 71,74% og var kjarasamningurinn samþykktur með tæplega 94% greiddra atkvæða. 

Þetta er fyrsti samningurinn sem slökkviliðsstjórar gera fyrir sig en áður var einungis einn kjarasamningur sem gilti fyrir alla félagsmenn sem unnu fyrir sveitarfélögin. Samningsaðilar voru sammála í síðustu kjarasamningaviðræðum að það væri óeðlilegt að undirmenn væru að semja um kjör sinna yfirmanna. Samhliða þessum kjarasamningi er búið að útfæra greiðslu vegna bakvakta sem hefur verið mikil óánægja með á meðal slökkviliðstjóra og búið að endurmeta störf þeirra hjá verkefnastofu Starfsmats, sem er stofnun sem mælir reynslu og menntun til launa. Þessi samningur hefur sama gildistíma og almenni kjarasamningurinn og gildir því til 30. september 2023.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?