Sömu laun fyrir sömu störf!

Sveitarfélög landsins eru að mismuna starfsfólki með því að neita að greiða því sömu laun fyrir sömu störf, á sömu vinnustöðum. Um er að ræða fólk sem sinnir mikilvægum samfélagslegum störfum um allt land sem er þegar á töluvert lægri launum en gengur og gerist á almennum markaði. Meirihluti þeirra eru konur.

Fyrir félagsmenn BSRB myndu launahækkanir fyrir árið 2023 vera að meðaltali 25% lægri (um 140.000kr) en annarra. Sveitarfélögin sýna þannig fólki sem vinnur gjarnan hlið við hlið, í sömu starfsheitum innan sömu stofnana sveitarfélaga; t.d innan leikskóla, grunnskóla, heimila fatlaðs fólks, íþróttamannvirkja og áhaldahúsa, óbilgirni sem verður ekki liðin.

Til að knýja fram réttláta niðurstöðu leggja því yfir 1500 starfsmenn félaga BSRB niður störf í 10 sveitarfélögum í maí og júní. Gripið verður til frekari aðgerða náist ekki að semja. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta:

 

 

Í Kópavogi samþykktu 91,83% verkfallsboðun.
Í Garðabæ samþykktu 97,26% verkfallsboðun.
Á Seltjarnanesi samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Mosfellsbæ samþykktu 96,83% verkfallsboðun.
Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verkfallsboðun
Í Reykjanesbæ samþykktu 97,97% verkfallsboðun
Í Árborg samþykktu 87,69% verkfallsboðun
Í Ölfus samþykktu 90,91% verkfallsboðun
Í Hveragerði samþykktu 91,55% verkfallsboðun
Í Vestmannaeyjum var atkvæðagreiðslan tvíþætt og samþykktu 100% verkfallsboðun í báðum atkvæðagreiðslum

 Ljóst er að verkföllin munu hafa veruleg áhrif á leik- og grunnskóla, frístundarmiðstöðvar og hafnarstarfsemi í þessum sveitarfélögum.

Styðjum baráttulaunafólks - krefjum sveitarfélögin um sömu laun fyrir sömu störf.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?