Staða kjarasamninga BSRB félaga

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurborg. Þá hefur SFR einnig samið við Reykjavíkurborg og Isavia en eftir á að semja við fleiri aðila, s.s. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Þá hefur Starfsmannafélag Garðabæjar samþykkt samningin sem félagið gerði við ríkið og Starfsmannafélag Kópavogs sömuleiðis. Þá hefur Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB samþykkt gerða samninga við ríkið en innan Samflotið semur fyrir hönd Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Starfsmannafélags Fjarðabyggðar, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélags Húsavíkur.

Samningaviðræður milli Samflots bæjarstarfsmannafélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa gengið hægt undanfarna daga en fundur hefur staðið yfir í allan dag hjá ríkissáttasemjara.

Þá er atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna við ríkið lokið og verða niðurstöður kosningarinnar gerðar opinberar síðar í dag.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?