STAMOS opnar nýja skrifstofu

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar opnaði skrifstofur sínar í Þverholti 3 í Mosfellsbæ síðasta haust og ætlar félagið af því tilefni að bjóða félagsmönnum sínum til gleðskapar í hinum nýju húsakynnum á fimmtudaginn milli kl. 17 og 19.

Nýtt húsnæði Starfsmannafélags Mosfellsbæjar er eins og áður sagði að Þverholti 3, 1. hæð verður afgreiðslutími skrifstofunnar milli kl. 12 – 13 mánudaga til miðvikudaga og frá kl. 13-17 á fimmtudögum en skrifstofan er lokuð á föstudögum. Auk þess er fyrirspurnum í tölvupósti svarað eins fljótt og auðið er.

Allar frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu félagsins, www.stamos.is, og tölvupóstföng félagsins eru stamos@stamos.is og elin@stamos.is.

BSRB óskar Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar til hamingju með nýja húsnæðið sitt.


 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?