Starfskostnaður eða laun?

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að líta megi á fastar mánaðarlegar starfskostnaðargreiðslur þingmanna sem launagreiðslur enda eru greiddir skattar eins og um hver önnur laun sé að ræða. Elín Björg undrast að þingmenn fái slíkar greiðslur án þess að þurfa að sýna fram á útlagðan kostnað.

Í frétt Rúv kemur fram að 60 af 63 þingmönnum hafi valið að fá fastar kostnaðargreiðslur í stað þess að fá endurgreiddan útlagðan starfskostnað. Upphæðin sé rúmlega milljón árlega og er þingmönnum ekki gert að framvísa nótum.

Elín Björg benti jafnframt á að ríkisvaldið hefði gengið hart fram í að afnema fastar starfskostnaðargreiðslur ríkisstarfsmanna. Þar hafi stefnan verið sú að fólk fái aðeins greitt samkvæmt akstursdagbók. Því ættu þingmenn með sama hætti að skila inn reikningum og nótum fyrir útlögðum starfskostnaði.

Sjá má viðtalið í heild sinni r.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?