Starfsmat Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundað var í vikunni í starfsmatsnefnd stéttarfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en nokkur hluti félagsmanna bæjarstarfsmannafélaga BSRB heyra undir starfsmatið.

Nú hefur verið sett niður áætlun um áframhaldandi vinnu sem miða að því að ljúka þeim kerfisbreytingum sem verða á mati starfa. Tveir fundir eru fyrirhugaðir síðar í nóvember en samkvæmt kjarasamningi átti þeirri vinnu að vera lokið ó októbermánuði.

Vonir standa til að það takist að afgreiða launabreytingar afturvirkt 1. desember næstkomandi til þeirra starfsmanna sem gegna störfum sem hækki við þessa kerfisbreytingu. 


 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?