Stofnanir ársins 2023

Mynd frá verðlaunaafhendingu af vef Sameykis

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið á Stofnun ársins 2023 í gær. Titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsfólks á sviði mannauðsmála. Þátttaka í Stofnun a´rsins hefur aldrei verið betri en nú en um 17.000 tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2023. 

Val á stofnun ársins er samstarfsverkefni margra aðila; Sameykis, Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar og svo að sjálfsögðu stofnananna og starfsstaðanna. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði afar mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í könnuninni er hægt að bera saman starfsumhverfi ríkis og borgar með góðum hætti.

Tilgangur með vali á Stofnun ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

Stofnanir ársins 2023 – borg og bær eru: Vesturmiðstöð, Hitt húsið og Félagsmiðstöðin Sigyn.
Stofnanir ársins 2023 – ríki eru: Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Þjóðskrá Íslands og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.

Meira um málið á vef Sameykis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?