Stöndum með þolendum - málstofa

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hélt inngangserindi

VIRK og heildarsamtök launafólks hafa tekið höndum saman til að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum, bæði hvað varðar andlegan stuðning sem og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði. Verkefninu var hrundið úr vör með málstofu undir yfirskriftinni „Stöndum með þolendum,” ´´í dag, þriðjudaginn 10. október, sem starfsfólk stéttarfélaga og VIRK sótti.

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri VIRK, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, héldu inngangserindi á fundinum.

Erindi á málstofunni voru fjölbreytt en m.a. var fjallað um birtingarmyndir og reglur um kynferðislega og kynbundna áreitni á vinnustöðum, farið sérstaklega yfir áreitni gagnvart fötluðu fólki, innflytjendum og hinsegin einstaklingum og þátttakendur fræddir um leiðir og tæki til að aðstoða þolendur.Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, hélt erindi á málstofunni.


Inga Björk Margre´tar Bjarnadóttir hélt erindi um móttöku fatlaðra þolenda.


Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur BSRB í fræðslumálum, stýrði málstofunni.


Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og lektor, hélt erindi um kynferðislega áreitni á vinnustöðum á Íslandi.Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?