Streitustiginn nýtt verkfæri til að taka á streitu

Streita og álag getur haft neikvæð áhrif á starfsfólk.

Streitustiginn er gagnlegt verkfæri fyrir vinnustaði sem hjálpar til við að búa til sameiginlegt orðfæri um álag og streitu á vinnustaðnum og til að greina hvort streita er til staðar og hversu alvarleg hún er.

Streitustiginn er hluti af VelVIRK forvarnarverkefninu sem hefur það að markmiði að vinna gegn brottfalli af vinnumarkaði vegna heilsubrests, sér í lagi vegna álagstengdra einkenna.

Með streitustiganum má greina streituna á vinnustaðnum og meta hversu alvarleg hún er. Í framhaldinu er svo hægt að velja leiðir til að bregðast við ástandinu, ef niðurstaðan er sú að úrbóta sé þörf.

Einstaklingar geta líka notað streitustigann til að átta sig á því hvar þeir eru staddir hverju sinni.

Nánari upplýsingar og fræðslu má finna á vef VIRK.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?