Streymt frá fundi um kjarajafnrétti og jafnréttislög

Aðgangur er ókeypis og hægt að fylgjast með í gegnum streymi.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til hádegisverðarfundar í dag, 5. mars, kl. 12 til 13 á Grand hótel. Yfirskrift fundarins er: Baráttan heldur áfram! Kjarajafnrétti og ný jafnréttislög.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

Kerfislæg mismunun kynjanna – geta jafnréttislög rétt við kynbundið gildismat samfélagsins? - Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ.
Skylda til launajafnréttis - Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
Kyn, völd, og verkó - Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Fundarstjóri verður Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Aðgangur er ókeypis en fundargestir geta keypt súpu og brauð fyrir 2.800 kr. Vegan kostur er í boði.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á Facebook-viðburði fundarins.

Streymt verður frá fundinum, áhugasamir geta fylgst með hér að neðan.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?