St.Rv samþykkir nýjan samning

Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, stærsta einstaka bæjarstarfsmannafélagsins innan BSRB, hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg.

Í síðasta mánuði höfnuðu félagsmenn St.Rv  nýjum kjarasamningi við Reykjavíkurborg og því var aftur sest að samningaborðinu.

Niðurstöður allsherjaratkvæðagreiðslu um hinn nýja samning lauk í dag og féllu atkvæði á þann veg að 58,42% samþykktu hinn nýja samning en 39,69% sögðu nei. Auðir og ógildir voru 1,88% en alls greiddu 849 manns atkvæði sem gerir 25,7% kosningaþátttöku.

Helstu atriði hins nýja samnings eru:

  • að laun hækki um 2,8% eða að lágmarki 8000. kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf
  • Laun að 241.000 kr. hækka um 9.750 kr
  • eingreiðsla að upphæð 14.600 kr. greiðist við upphaf samnings miðað við að starfsmaður sé í fullu starfi en annars hlutfallslega
  • 1. febrúar 2015 verður eingreiðsla upp á 20.000 kr. miðað við fullt starf
  • desemberuppbót verður á samningstímanum 79.500 kr.
  • orlofsuppbót verður á samningstímanum 39.500 kr.
  • breytingar verða gerðar á greinum sem varða vaktavinnu (ein í samkomulagi BSRB við Rvk).
  • framlag til starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóða hækkar um 0,1% frá 1. febrúar 2014
  • gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015

 

Frekari upplýsingar veitir Garðar Hilmarsson, formaður St.Rv, í síma 694 9233.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?