St.Rv semur við Reykjavíkurborg

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til lok apríl 2015 og viðræðuáætlun fyrir gerð kjarasamninga 2015.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar er annað fjölmennasta aðildarfélag BSRB og jafnframt stærsta bæjarstarfsmannafélag bandalagsins. Samkvæmt nýja samningnum munu launatöflur hækka a.m.k. um 2,8% og orlofs- og desemberuppbót  munu hækka verulega.

Þá var samið um eingreiðslu að fjárhæð 14.600 kr.  Líkt og á almenna vinnumarkaðnum felur samningurinn í sér bæði prósentu- og krónutöluhækkanir. Launataxtar að fjárhæð 241.000 kr. hækka sem nemur 3,3-4,9% en launataxtar umfram 241.000 kr. hækka um 2,8-3,3%.

Helstu atriði samningsins eru:

  • Samningurinn gildir frá 1. febrúar til 30. apríl 2015
  • Eingreiðsla kr.  14.600 miðað við fullt starf
  • Launataxtar upp að kr. 241.000 hækka um kr.  9.750.-  sem er um 3,3-4,9% hækkun.
  • Launataxtar frá 241.000 kr. upp að 285.000 kr. hækka um kr. 8.000.-  sem er um 2,8-3,3%    hækkun.
  • Endurskoðun á starfsmati verði kláruð fyrir 1. nóvember 2014.
  • Almenn launahækkun fyrir laun 285 þúsund og hærri er 2,8%
  • Desemberuppbót hækkar um kr. 21.500 og verður fyrir árið 2014  kr. 79.500
  • Orlofsuppbót hækkar um kr. 10.800 og verður fyrir árið 2014  kr. 39.500 .-
  • Tekjutrygging samkvæmt samningi fyrir árið 2014 verður   kr.  214.000.-
  • Framlag í starfsmenntasjóð hækkar um 0,1%

Í samningnum er einnig fjallað um þau verkefni sem ljúka skal á samningstímabilinu. Helstu verkefnin eru:

  • Mat á viðbótarlaunakerfi (eða núverandi hæfnismatskerfi) skal liggja fyrir í lok september 2014.
  • Kröfur um sérmál skulu vera komnar fram fyrir 15. júní 2014 og viðræður um breytingar á ákvæðum sem ekki varða launaliði skipulagðar fyrir lok október 2014.
  • Ný launatafla og tengingar við starfsmat og verður útfærsla kynnt fyrir lok september 2014.
  • Viðræður um launaliði nýs samnings skulu hefjast í febrúar 2015.

 

Samninginn í heild sinni má sjá hér. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?