St.Rv semur við ríkið

Samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborg hefur undirritaði kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar með 2,8% launahækkun eða 8 þúsund frá og með 1. mars 2014. Á launataxta sem eru lægri en 230.000,- komi sérstök hækkun til viðbótar um 1.750 kr.

Einnig var samið um tvær eingreiðslur, 14.600 við samþykkt kjarasamnings og 20 þúsund í lok samnings 1. apríl 2015, vegna gildistíma samnings. Orlofsuppbót verður 39.500,- og persónuuppbót (desember) verður 73.600,- en það er hækkun upp á 32.300. Einnig er að finna í samningnum ýmis atriði varðandi vaktavinnu, nám og starfsþróun. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður það auglýst nánar síðar. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram fyrir 16. maí nk.

Frekari upplýsingar má nálgast á hreimasíðu St.Rv.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?