Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2014

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaksvarna, heilbrigðra lifnaðarhátta og geðræktar og með áherslu á að draga úr ójöfnuði til heilsu.

Í ár er sérstaklega auglýst eftir styrkumsóknum um eftirfarandi:

  • Heildrænar aðgerðir í forvörnum og heilsueflingu sem miða að heilbrigðum lifnaðarháttum.·        
  • Auka þekkingu og færni fagfólks og foreldra um árangursríkar áfengis- og kannabisforvarnir. ·        
  • Þjálfun fagfólks í meðferð við tóbaksfíkn og þróun þjónustueiningar fyrir aðstoð til tóbaksleysis. ·        
  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu og vellíðan barna, unglinga og fjölskyldna.

Við úthlutun mun stjórn sjóðsins meta umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki Lýðheilsusjóðs. Verkefnin eiga að hafa raunhæf og skýr markmið og skal gera grein fyrir því hvernig árangur þeirra verður metinn.

Stjórn Lýðheilsusjóðs úthlutar úr sjóðnum.

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2014 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/

Lesa nánar um Lýðheilsusjóð


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?