Styrktarsjóður BSRB á nýju ári

Styrktarsjóður BSRB minnir á að nú er tekið við umsóknum fyrir nýtt ár.

Sjóðurinn minnir á að nú verða veittir styrkir til sjóðfélaga verið hafa félagsmenn í 6 mánuði af síðustu 12 fær til sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, nálastungumeðferðar, hnykklækninga (kírópraktor). Sjóðurinn greiðir allt að 25 skipti á árinu 2015. Upphæðin var 1.500 kr. fyrir hverja meðferð á árinu 2014 en hækkar nú og verður 2.000 kr. fyrir hverja meðferð á árinu 2015.

Það sama á við um þjálfun hjá Hjarta-og lungnastöðinni eða sambærilegum stofnunum. Reikningar mega ekki  vera eldri en ársgamlir þegar sótt er um styrkinn. Allar frekari upplýsingar um hvaða styrkir eru veittir og hvernig best er að sækja um má finna á heimasíðu Styrktarsjóðsins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?