Styrktarsjóður BSRB á nýju ári

BSRB minnir félagsmenn sína á Styrktarsjóð BSRB sem tekur nú við styrkumsóknum fyrir árið 2014. Aðildarfélög að styrktarsjóðnum eru öll félög BSRB nema SFR, Landsamband lögreglumanna og Póstmannafélag Íslands sem reka sína eigin styrktarsjóði. Upplýsingar um sjóði þeirra er að finna á heimsíðum viðkomandi félaga sem finna má hér.

Styrktarsjóði BSRB er ætlað að greiða bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilvikum eftir að veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda. Sjóðurinn styrktir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum svo eitthvað sé nefnd.

Veittir eru styrkir til að mæta kostnaði vegna eftirfarandi:

Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá framangreindum reglum og veita styrk vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát sjóðfélaga vegna veikinda hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu. Slíkar styrkveitingar byggja á 7. grein regla Styrktarsjóðsins og eru skoðaðar af stjórn sjóðsins hverju sinni.

BSRB hvetur félagsmenn sína til að kynna sér Styrktarsjóðin og nýta sér þá þjónustu sem þar er boðið upp á. Hér má svo finna allar frekari upplýsingar um Styrktarsjóð BSRB.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?