Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum á þriðjudag að framlengja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án skerðingar á launum um eitt ár. Verkefnið hefur þegar verið í gangi á tveimur vinnustöðum borgarinnar í rúmlega ár og lofa niðurstöður góðu.
BSRB hefur lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar frá árinu 2004 og tók þátt í tilraunaverkefninu með Reykjavíkurborg. Þá mun bandalagið taka þátt í sambærilegu tilraunaverkefni sem nú er að fara í gang hjá ríkinu.
„Stytting vinnuvikunnar hefur verið ein helsta krafa BSRB allt frá árinu 2004. Líkt og aðrar kröfur kemur hún beint frá grasrótinni og færist sífellt ofar á forgangslista yfir kjarabætur félagsmanna,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í erindi sínu á málþinginu í síðustu viku.
Í verkefni Reykjavíkurborgar voru tveir vinnustaðir fengnir til samsstarfs. Á öðrum unnu starfsmenn klukkutíma skemur á hverjum degi, en á hinum var ekki unnið eftir hádegi á föstudögum.
Stytting hefur jákvæð áhrif
Niðurstöðurnar eftir það ár sem liðið er frá því verkefnið fór í gang benda til þess að það hafi haft jákvæð áhrif, eins og fjallað hefur verið um hér á vef BSRB. Starfsmenn upplifa bætta líðan og meiri starfsánægju í samanburði við vinnustað þar sem vinnuvikan var ekki stytt.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði næstu skref mikilvæg en vandasöm, á fundi borgarstjórnar á þriðjudag, að því er fram kemur í frétt mbl.is . Þá lagði hann áherslu á að slíta ekki það starf sem þegar hafi verið unnið á vinnustöðunum tveimur.
Stýrihópur um verkefnið mun leggja fram tillögu um næstu skref á næstu vikum. Búast má við því að í haust verði þeim vinnustöðum sem taka þátt í verkefninu fjölgað.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (staða og valdheimildir ríkissáttasemjara), 24. mál.
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða), mál nr. S-40/2025
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp um breytingu á húsaleigulögum nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá) (2025-6396)
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022 (aukin réttindi foreldra), 146. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála, 75. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (stöðugleikaregla o.fl.), 171. mál.
- Efni: Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga og breyting leigufjárhæðar), 224. mál.
- Umsögn BSRB um frumvarp til breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (sjálfskaparvíti), 212. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, 215. mál (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu)
- Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028, 227. mál
- Umsögn BSRB um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um sýslumann, 186. mál
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB