Þegar konur segja frá – Í hádeginu á fimmtudag

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. mars.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja til hádegisverðarfundar 7. mars. Yfirskrift fundarins er Þegar konur segja frá - #metoo og kraftur samstöðunnar.

Vegna boðaðs verkfalls Eflingar þann 8. mars verður fundurinn haldinn fimmtudaginn 7. mars milli klukkan 12 og 13. Hann mun fara fram á Grand hóteli í salnum Háteigi.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

„Hverjir breyta heiminum?“ Hildur Knútsdóttir rithöfundur.

„Mun eitthvað breytast? Mun einhver trúa mér núna og vilja hlusta?“ Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent á Félagsvísindasviði HÍ og Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ.

„Konur sem skálda“ Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur.

Fundarstjóri verður Steinunn Stefánsdóttir.

Fundargestir geta keypt súpu og brauð fyrir 2.800 krónur og er vegan kostur í boði.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði fundarins, en þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku.

 

Kynningarplagat fyrir fund 7. mars


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?